Reiknivélar og uppflettingar á vef Hafnarfjarðarbæjar.
Hafnfirðingar hvetja vefstjóra annarra sveitarfélaga til að setja sig í samband við Garðar Rafn Eyjólfsson vefstjóra ef þau vilja nýta sér þessa virkni til að setja upp á sínum vefjum.
Hafnarfjarðarbær opnaði upplýsingagátt fyrir gestafjölda sundlauganna á meðan tímabundinn fjöldi gesta var leyfður í laugum bæjarins vegna COVID-19. Íbúar sveitafélagsins gátu þá séð hvort að laugin væri full á vef bæjarins.